150 dauðsföll síðasta sólarhringinn

ERLENT  | 22. maí | 9:21 
Alls létust 150 af völdum kórónuveirunnar í Rússlandi síðasta sólarhringinn og hafa dauðsföllin aldrei verið jafn mörg þar á einum degi.

Alls létust 150 af völdum kórónuveirunnar í Rússlandi síðasta sólarhringinn og hafa dauðsföllin aldrei verið jafn mörg þar á einum degi. Aftur á móti hefur nýskráðum staðfestum smitum fækkað og voru þau tæplega 8.900 talsins.

Alls eru 3.249 látnir af völdum kórónuveirunnar í Rússlandi og staðfest smit eru 326.448 talsins. Bandaríkin eru eina landið í heiminum sem staðfest smit eru fleiri en í Rússlandi. Tæplega 100 þúsund hafa þegar náð bata af þeim sem hafa smitast af veirunni samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. 

 

Þættir