Hundruð báðu bænir á bílastæði IKEA

ERLENT  | 26. maí | 18:28 
Hundruð múslima komu saman á bílastæðinu við IKEA-verslun nærri Frankfurt í Þýskalandi í dag til að biðja í tilefni þess að föstumánuðinum Ramadan er lokið.

Hundruð múslima komu saman á bílastæðinu við IKEA-verslun nærri Frankfurt í Þýskalandi í dag til að biðja í tilefni þess að föstumánuðinum Ramadan er lokið.

Iðkendur hvers kyns trúarbragða hafa þurft að hlýta takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eins og aðrir og finna nýjar leiðir til að biðja saman, og var það svo sannarlega gert á bílastæði IKEA í dag.

Eins og sjá má á myndskeiði fréttastofu AFP héldu múslimarnir 800 fjarlægðarmörkum meðan á bænastundinni stóð og hefur fjöldi fólks hrósað moskunni, sem fyrir stundinni stóð, fyrir hugvitssemina.

Þættir