Ertu búin/n að læra #hvererfyriraftanmig?

FÓLKIÐ  | 27. maí | 9:46 
Meikar ekki sens hefur fengið frábærar viðtökur í Sjónvarpi Símans Premium en það eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson sem eru höfundar og aðalleikarar þáttaraðarinnar.

Meikar ekki sens hefur fengið frábærar viðtökur í Sjónvarpi Símans Premium en það eru þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson sem eru höfundar og aðalleikarar þáttaraðarinnar. 

Hér sérðu myndbrot af poppstjörnunni Fannari Dropa með #hvererfyriraftanmig? dansinn. 

„Það sem er held ég ruglaðast af öllu er þegar maður fer að fá skilaboð frá fólki sem maður þekkir ekki neitt – að hrósa þáttunum. Ég er rosalega stoltur af þessu verkefni og það gleður mig ekkert smá þegar ég heyri að einhverjum öðrum finnist þetta jafn fyndið og mér,“ segir Óli Gunnar. 

Fyrsti þáttur af Meikar ekki sens verður svo sýndur í opinni dagskrá fimmtudaginn 4. júní í Sjónvarpi Símans. 

Þættir