„Mikið högg að fá þessi tíðindi“

INNLENT  | 28. maí | 14:17 
„Þetta var auðvitað mikið högg að fá þessi tíðindi og sérstaklega hversu margir það voru sem misstu vinnuna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, en um fjórðungur þeirra sem misstu vinnuna eru búsettir í bænum. Hann segir ekki hlaupið að því að skapa störf fyrir slíkan fjölda.

„Þetta var auðvitað mikið högg að fá þessi tíðindi og sérstaklega hversu margir það voru sem misstu vinnuna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, en um fjórðungur þeirra sem misstu vinnuna eru búsettir í bæjarfélaginu. Hann segir ekki hlaupið að því að skapa störf fyrir slíkan fjölda en bærinn sé þó vel staddur fjárhagslega og munar þar mest um stöðu hans sem einn öflugasti útgerðarbær á landinu.

Mikið af afleiddri starfsemi Bláa lónsins er í Grindavík og því hefur stöðvun starfseminnar og ferðaþjónustunnar í heild vitaskuld haft mikil áhrif á atvinnurekstur í bæjarfélaginu. Bærinn hafi því mætt ástandinu með því að tryggja öllum framhaldsskólanemum og háskólanemum í bænum störf í sumar.

Í myndskeiðinu er rætt við Fannar um uppsagnirnar í Bláa lóninu í morgun.

Frétt af mbl.is 

Þættir