Twitter felur færslu Trumps

ERLENT  | 29. maí | 12:41 
Twitter hefur falið eina af færslum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á miðlinum þar sem færslan brjóti gegn reglum sem banna að ofbeldi sé lofsungið. Í stað þess að eyða færslunni hefur verið sett viðvörun yfir færsluna og er hægt að lesa hana með því að smella á viðvörunina.

Twitter hefur falið eina af færslum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á miðlinum þar sem færslan brjóti gegn reglum sem banna að ofbeldi sé lofsungið. Í stað þess að eyða færslunni hefur verið sett viðvörun yfir færsluna og er hægt að lesa hana með því að smella á viðvörunina.

Twitter telur að það geti verið almannahagur að hægt sé að nálgast færslu forsetans en þetta er nýjasta útspilið í stigmagnandi deildum milli Twitter og Hvíta hússins. 

Færsla Trump snerist um átökin í Minneapolis en þar hefur komið til óeirða þrjú kvöld í röð vegna dráps lögreglunnar á svörtum manni. Maðurinn var handtekinn grunaður um að hafa framvísað fölsuðum 20 dala seðli í verslun. 

Forsetinn segir í færslu á Twitter að hann muni senda þjóðvarðlið á staðinn og síðan fylgdi færslan sem Twitter faldi: „Þegar gripdeildir hefjast, hefst skothríðin.“ Twitter faldi færsluna þar sem hún þótti vera lofsöngur til ofbeldis.

 

  

Stefna Twitter um að setja viðvörun yfir slíkar færslur í stað þess að eyða þeim þegar um mikilvægar opinberar persónur eiga í hlut var sett um mitt síðasta ár. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem henni er beitt á Trump. Eins hefur Twitter aldrei eytt færslum forsetans sama hvað þær hafa fjallað um. 

Carl Miller, sem er sérfæðingur í samfélagsmiðlum hjá bresku hugveitunni Demos, segist aldrei áður upplifað Twitter taka jafn mikla áhættu og nú. Ekki bara Twitter heldur samfélagsmiðlar í heild.

Á miðvikudag beitti Twitter sér í fyrsta skipti gegn færslum Trumps en þá var það vegna skrifa hans um kosningar. Þá voru tvær færslur hans merktar sem misvísandi. Nú er gengið lengra en áður en færslunni samt ekki eytt líkt og væntanlega hefði verið gert ef einhver annar hefði átt hlut að máli.  

Frétt mbl.is

Twitter vísar í söguna þegar færslan er falin í dag og er þar vísað til ummæla lögreglustjórans í Miami, Walter Headley, árið 1967 þegar hann varði harða stefnu sína í hverfum svartra í borginni. 

Frétt BBC

Frétt Bloomberg

Þættir