Foli á rauðu ljósi við Mjóddina

INNLENT  | 3. júní | 16:03 
Vegfarendur við gatnamót Álfabakka og Breiðholtsbrautar ráku upp stór augu nú á fjórða tímanum þegar fallegur hestur var þar á ferðinni og virti umferðareglur og umferðaljós að vettugi.

Vegfarendur við gatnamót Álfabakka og Breiðholtsbrautar ráku upp stór augu nú á fjórða tímanum þegar fallegur hestur var þar á ferðinni og virti umferðareglur og umferðaljós að vettugi.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði, sem lesandi tók, stöðvaði för hestsins umferðina stutta stund. Ekki náðist í lögregluna vegna málsins og er því óvíst hvort tekist hafi að koma böndum á hestinn.

Þættir