Kórónuhatturinn — höfuðfatið sem koma skal?

TÆKNI  | 16. júní | 10:28 
Höfuðfat sem gefur frá sér hljóð þegar einhver er í minna en 1,5 metra fjarlægð frá manni. Er þetta mögulega höfuðfatið sem koma skal?

Höfuðfat sem gefur frá sér hljóð þegar einhver er í minna en 1,5 metra fjarlægð frá manni. Er þetta mögulega höfuðfatið sem koma skal?

Sænski listamaðurinn og uppfinningamaðurinn Hakan Lidbo hefur nú hannað slíkan hatt, sem hann kýs að kalla kórónuhattinn. „Þetta er mjög einfalt tæki sem ég hannaði úr ýmsu drasli sem ég fann á útsölu sem tryggir að fjarlægðartakmörk séu virt,“ segir Lidbo. 

Kórónuhatturinn samanstendur af bakkskynjara úr bíl sem pípir þegar hann skynjar einhvern sem er í 1,5 metra fjarlægð. Hljóðið verður svo ákafara og háværara eftir því sem nálægðin verður meiri. 

 

Lidbo kom skynjaranum fyrir í gömlu hnattlíkani sem hann fann í kjallaranum hjá sér, skar það í tvennt svo úr varð fínasti hattur eða jafnvel hjálmur. Hatturinn gengur fyrir rafhlöðum og fann Lidbo rafhlöður úr biluðu ryksuguvélmenni sem pössuðu vel. „Og þar hafiði það, kórónuveiruhattur!“ segir uppfinningamaðurinn Lidbo. 

Hatturinn mun eflaust koma að góðu gagni í Svíþjóð þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur lagst þungt á landsmenn. 52.383 tilfelli hafa verið staðfest og 4.891 hefur látið lífið af völdum veirunnar í Svíþjóð.

Frétt mbl.is

Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við faraldrinum og And­ers Teg­nell, sótt­varna­lækn­ir Svíþjóðar, hef­ur viður­kennt að al­var­leg mis­tök hafi verið gerð þar í landi í upp­hafi kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Þættir