Pogba sýndi sínar bestu hliðar (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 22. júní | 16:53 
Paul Pogba spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United síðan á öðrum degi jóla er hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik gegn Totttenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudaginn var.

Paul Pogba spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United síðan á öðrum degi jóla er hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik gegn Totttenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudaginn var. 

Franski miðjumaðurinn kom inn á í stöðunni 1:0 fyrir Tottenham en hann blés miklu lífi United-liðið og leit vel út. Þá vann hann vítaspyrnu sem Bruno Fernandes jafnaði metin úr. 

Pogba var til umræðu hjá Tómasi Þór Þórðarsyni, Eiði Smára Guðjohnsen og Bjarna Þór Viðarssyni í Vellinum á Símanum sport og þá ræddi Tómas við Robbie Keane, fyrrverandi framherja Tottenham, Liverpool og Leeds m.a. um Pogba. 

Niðurstöðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir