Tímabil Liverpool í máli og myndum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 26. júní | 10:55 
Liverpool varð í gær Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir að Manchester City mistókst að leggja Chelsea að velli á Stamford Bridge í London í gær.

Liverpool varð í gær Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir að Manchester City mistókst að leggja Chelsea að velli á Stamford Bridge í London í gær. City varð að vinna til þess halda pressunni á Liverpool sem var með 23 stiga forskot fyrir leik gærdagsins en allt kom fyrir ekki og Chelsea fagnaði 2:1-sigri.

Liverpool hefur nánast verið óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum leik, gegn Watford á útivelli, og gert tvö jafntefli, gegn United og Everton á útivelli. Þá hefur liðið unnið 28 leiki á tímabilinu og er Liverpool með 86 stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir af tímabilinu.

Liðið vann 18 leiki í röð í deildinni fyrri hluta tímabilsins en leikmenn Liverpool, ásamt knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp og þjálfarateymi félagsins, horfðu saman á leik Chelsea og City á hóteli í Liverpool-borg. Þeir hafa fagnað vel og innilega undanfarinn sólahring og verið duglegir að birta myndir af því á samfélagsmiðlum.

 

Þættir