Malbikið sleipt þótt þurrt væri

INNLENT  | 29. júní | 15:55 
„Það var sleipt að renna fætinum yfir og maður fann ef maður strauk yfirborðið að maður varð olíukenndur,“ segir Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, um aðstæður á slysstað á Kjalarnesi í gær. Þannig hafi malbikið verið sleipt þótt þurrt væri, bifhjólafólk hefur boðað til mótmæla vegna ástands vega.

„Það var sleipt að renna fætinum yfir og maður fann ef maður strauk yfirborðið að maður varð olíukenndur,“ segir Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, um aðstæður á slysstað á Kjalarnesi í gær þar sem tveir létu lífið í árekstri mótorhjóls og húsbíls. Malbikið hafi verið sleipt þótt þurrt væri, bifhjólafólk hefur boðað til mótmæla á morgun vegna ástands vega og úrbóta krafist.

Frétt af mbl.is

Í myndskeiðinu er rætt við Jokku og Þorgerði Guðmundsdóttur, formann Sniglanna, en þær segja lengi hafa verið kvartað yfir ástandi vega og atvikið í gær hafi langt því frá verið það eina þar sem rekja megi tildrög slyss til ástands vega. Þorgerður nefnir svæði við Kambana og Litlu Kaffistofuna sem dæmi. Þær segja mikla sorg ríkja hjá samfélagi bifhjólafólks vegna atviksins.

Fyrr í dag sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, að yfirlögn slitlags hefði verið ábótavant hjá verktaka en veginum um Kjalarnes var lokað tímabundið í dag þegar aðstæður voru rannsakaðar. Í kjölfarið var svo tilkynnt að aftur ætti að malbika vegkaflann þar sem slysið varð þar sem hann hefði verið mun hálli en kröfur væru gerðar um.

Frétt af mbl.is

Þættir