Ekki nóg að reyna að fara varlega

INNLENT  | 30. júní | 16:13 
„Það er ekki nóg fyrir menn að reyna að fara varlega,“ segir Kristján Logason bifhjólamaður sem var við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag. Þar var samstaða sýnd vegna banaslyss á Kjalarnesi um helgina og til að knýja á um bætur á vegakerfinu sem Kristján segir beinlínis hættulegt bifhjólafólki.

„Það er ekki nóg fyrir menn að reyna að fara varlega,“ segir Kristján Logason bifhjólamaður sem var við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag. Þar var samstaða sýnd vegna banaslyss á Kjalarnesi um helgina og til að knýja á um bætur á vegakerfinu sem Kristján segir beinlínis hættulegt bifhjólafólki. 

Langflest bifhjólafólk reyni að fara varlega en það dugi einfaldlega ekki alltaf til eins og var raunin um helgina þar sem malbikið var flughált. „Þó við reynum að fara varlega erum við alltaf í þessari hættu og það er vegna grunnöryggisatriðis í umferðarmálum og það er vegakerfið.“

Í myndskeiðinu er rætt við Kristján sem segir stjórnvöld verða að bregðast við ástandinu.

Frétt af mbl.is

 

 

 

Þættir