Fimm mörk og dramatík í Lundúnaslag (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 1. júlí | 23:50 
West Ham gerði sér lítið fyr­ir í kvöld og sigraði Chel­sea 3:2 í bráðfjör­ug­um leik á London Stadi­um í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu.

West Ham gerði sér lítið fyr­ir í kvöld og sigraði Chel­sea 3:2 í bráðfjör­ug­um leik á London Stadi­um í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu.

Chel­sea nýtti sér þar með ekki gullið tæki­færi til að kom­ast upp­fyr­ir Leicester og í þriðja sæti deild­ar­inn­ar. Chel­sea er áfram með 54 stig, einu stigi á eft­ir Leicester sem tapaði fyr­ir Evert­on fyrr í dag.

West Ham fékk dýr­mæt stig í fall­bar­átt­unni og er nú með 30 stig en Wat­ford er með 28 stig, Ast­on Villa og Bour­nemouth 27 og Norwich 21 stig í neðstu sæt­un­um.

Svipmyndir úr þessum ótrúlega leik má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur enska boltann í samvinnu við Símann sport. 

Þættir