Glæsileg afgreiðsla varnarmannsins (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 5. júlí | 13:20 
Burnley og Sheffield United skiptu með sér stig­un­um er þau mætt­ust í fyrsta leik dags­ins í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta. Urðu loka­töl­ur á Turf Moor 1:1.

Burnley og Sheffield United skiptu með sér stig­un­um er þau mætt­ust í fyrsta leik dags­ins í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta. Urðu loka­töl­ur á Turf Moor 1:1.

Jó­hann Berg Guðmunds­son var í leik­manna­hópi Burnley í fyrsta skipti síðan að deild­in fór af stað á ný eft­ir kór­ónu­veiru­frí. Spilaði Jó­hann í um það bil hálfa mín­útu en hann kom inn á sem varamaður á fimmtu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans. 

Sheffield United er í áttunda sæti deildarinnar með 48 stig og Burnley í sætinu fyrir neðan með 46 stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir