Ástralar ögra Kínverjum

ERLENT  | 9. júlí | 9:48 
Áströlsk yfirvöld hafa boðist til þess að framlengja vegabréfsáritanir þúsundir Hong Kong-búa sem dvelja í Ástralíu.

Áströlsk yfirvöld hafa boðist til þess að framlengja vegabréfsáritanir þúsundir Hong Kong-búa sem dvelja í Ástralíu. Er þetta gert vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda gagnvart mótmælendum. Ákvörðun Ástrala vakti hörð viðbrögð frá stjórnvöldum í Peking.

Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, segir að ríkisstjórnin ætli sér að afturkalla framsalssamninga við Hong Kong þannig að vegabréfsáritanir þeirra 10 þúsund Hong Kong-búa sem þegar eru í Ástralíu renni ekki út. Þetta þýðir að þúsundir þeirra geti hafið nýtt líf í Ástralíu.

Morrison segir ríkisstjórnin hafi tekið þessa ákvörðun eftir að kínversk yfirvöld settu á hörð öryggislög í Hong Kong. Nýju lögin eru grundvallarbreyting á stöðu íbúa í borginni.

Kínversk yfirvöld svöruðu strax með því að fordæma ákvörðun Ástrala og segja hana brot á grunngildum í alþjóðasamskiptum. 

Frétt mbl.is

Þættir