Ekki bara að herma eftir Guardiola (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 9. júlí | 23:57 
Nýtt og bætt lið Arsenal var til umræðu í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport þar sem þeir Bjarni Þór Viðars­son og Freyr Al­ex­and­ers­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar. Arsenal gerði 1:1-jafntefli við Leicester í vikunni en liðið er að spila miklu betur en fyrr í vetur þessa daganna.

Nýtt og bætt lið Arsenal var til umræðu í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport þar sem þeir Bjarni Þór Viðars­son og Freyr Al­ex­and­ers­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar. Arsenal gerði 1:1-jafntefli við Leicester í vikunni en liðið er að spila miklu betur en fyrr í vetur þessa daganna.

„Við höfum öll verið að bíða eftir þessum áhrifum frá Mikel Arteta,“ sagði Freyr en Arsenal er nú ósigrað í síðustu fimm leikjum eftir nokkuð erfiða byrjun undir stjórn Spánverjans. Þeir Freyr og Bjarni fara yfir spilamennsku Arsenal í spilaranum hér að ofan og benda m.a. á að Arteta er ekki bara að herma eftir fyrrverandi læriföður sínum, Pep Guardiola.

Þættir