Stórstjörnur greindar með veiruna

FÓLKIÐ  | 14. júlí | 8:28 
Ein skærasta stjarna Bollywood, Aishwarya Rai, greindist smituð af kórónuveirunni í dag en tengdafaðir hennar, Amitabh Bachchan, sem er einn þekktasti leikari Indlands, greindist með veiruna í gær.

Ein skærasta stjarna Bollywood, Aishwarya Rai, greindist smituð af kórónuveirunni í dag en tengdafaðir hennar, Amitabh Bachchan, sem er einn þekktasti leikari Indlands, greindist með veiruna í gær.

 

Hann var fluttur á sjúkrahús í gær ásamt syni sínum, eiginmanni Aishwarya Rai, Abhishek, en hvorugur þeirra er alvarlega veikur. Átta ára gömul dóttir Rai og Abhishek, Aaradhya, er einnig smituð af COVID-19.

 

Amitabh er í einangrun á sjúkrahúsi í Mumbai en hann hvatti alla þá sem hann hefur verið í samneyti við síðustu tíu daga til að fara í skimun. Aðrir í fjölskyldunni en þau fjögur hafa ekki greinst með smit.

Frétt mbl.is

Þættir