Sérfræðingarnir ósammála (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 14. júlí | 8:38 
Þegar þrjár umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru fimm lið sem geta ennþá fallið úr deildinni ásamt Norwich sem féll um helgina eftir 4:0-tap á heimavelli gegn West Ham. Brighton, West Ham, Watford, Bournemouth og Aston Villa eiga það öll á hættu að fara niður um deild.

Þegar þrjár umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru fimm lið sem geta ennþá fallið úr deildinni ásamt Norwich sem féll um helgina eftir 4:0-tap á heimavelli gegn West Ham. Brighton, West Ham, Watford, Bournemouth og Aston Villa eiga það öll á hættu að fara niður um deild.

Brighton stendur besta að vígi þessara liða með 36 í fimmtánda sæti deldarinnar en Aston Villa er í nítjánda og næst neðsta sæti deildarinnar með 30 stig og Bournemouth er með 31 stig í átjánda sætinu. Watford er í sautjánda sæti deildarinnar með 34 stig og þar á eftir kemur West Ham með 34 stig.

West Ham á eftir að leika gegn bæði Watford og Aston Villa og getur bjargað sér frá falli með sigri í báðum leikjum. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur Vallarins á Síminn Sport, spáir því að Watford og Aston Villa fari niður með Norwich en Eiður Smári Guðjohnsen spáir því hins vegar að West Ham fylgi Aston Villa og Norwich niður um deild.

Þættir