Mikilvægt mark Frakkans fyrir Chelsea (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 14. júlí | 22:32 
Chel­sea styrkti stöðu sína í þriðja sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu með naum­um 1:0 sigri á föllnu liði Norwich City á Stam­ford Bridge í London í kvöld. Markið og helstu tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

Chel­sea styrkti stöðu sína í þriðja sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu með naum­um 1:0 sigri á föllnu liði Norwich City á Stam­ford Bridge í London í kvöld. Markið og helstu tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

Oli­vier Giroud skoraði sig­ur­mark Chel­sea í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf frá Christian Pu­lisic. Chel­sea er komið með 63 stig og á tvo leiki eft­ir en Leicester og Manchester United eru með 59 stig og eiga þrjá leiki eft­ir. Tvö þess­ara liða tryggja sér sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu.

Þættir