Tvítug hetja gegn Liverpool (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. júlí | 22:13 
Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal gegn Liverpool þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2:1-sigri Arsenal en Nelson skoraði sigurmark Arsenal í fyrri hálfleik.

Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal gegn Liverpool þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2:1-sigri Arsenal en Nelson skoraði sigurmark Arsenal í fyrri hálfleik.

Það var Sadio Mané sem kom Liverpool yfir með laglegu marki úr teignum strax á 20. mínútu en Alexandre Lacazette jafnaði metin fyrir Arsenal með marki á 32. mínútu eftir mikinn vandræðagang í vörn Liverpool.

Leikur Arsenal og Liverpool var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir