Björguðust naumlega út úr eldhafi

ERLENT  | 23. júlí | 12:20 
Tveir ungir bræður björguðust naumlega úr eldsvoða í fjölbýlishúsi í frönsku borginni Grenoble eftir að mannfjöldi greip þá eftir að þeir féllu tíu metra þegar þeir forðuðu sér út úr brennandi íbúðinni.

Tveir ungir bræður björguðust naumlega úr eldsvoða í fjölbýlishúsi í frönsku borginni Grenoble eftir að mannfjöldi greip þá eftir að þeir féllu tíu metra þegar þeir forðuðu sér út úr brennandi íbúðinni.

Drengirnir, sem eru tíu og þriggja ára, sluppu ómeiddir frá fallinu en eru mögulega með reykeitrun að því er segir í frétt Guardian

Myndskeið af björguninni sýna þegar yngri drengurinn fellur að minnsta kosti þrjár hæðir eftir að bróðir hans hjálpar honum út um gluggann. Eldri drengurinn sést síðan láta sig falla í kjölfarið. Bræðurnir voru lagðir inn á sjúkrahús ásamt 17 öðrum íbúum hússins. Eins þurftu fjórir þeirra sem gripu drengina að leita til læknis vegna áverka er þeir hlutu við björgunina. 

 

 

 

Meðal þeirra er Athoumani Walid, 25 ára námsmaður, en hann er úlnliðsbrotinn eftir að hafa gripið drengina ásamt fleirum. Hann segist hafa heyrt óp og hlaupið til að kanna hvað væri að gerast. Hann kom að ásamt nokkrum öðrum. Þeir reyndu að komast inn en það var ekki hægt vegna eldsins. 

Borgarstjórinn í Grenoble, Éric Piolle, hefur þakkað nágrönnum fyrir björgunina og að hún sýni vel þá samstöðu sem borgarbúi sýni á raunastundum.

 

Þættir