Þriðja sætið í höfn hjá United (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 26. júlí | 19:13 
Manchester United tryggði sér þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 2:0 útisigri á Leicester í lokaumferðinni í dag og um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Manchester United tryggði sér þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 2:0 útisigri á Leicester í lokaumferðinni í dag og um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Leicester missti þar með af Meistaradeildarsætinu eftir að hafa verið í þriðja eða fjórða sæti nánast allt tímabilið.

Bruno Fernandes og Jesse Lingard skoruðu mörkin en það síðarnefnda kom eftir mikil mistök Kaspers Schmeichels í markinu hjá Leicester. Sjón er sögu ríkari og það helsta úr leiknum má sjá á meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var sýndur beint á Símanum Sport.

Þættir