Mögnuð mörk tryggðu Meistaradeildarsæti (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 26. júlí | 19:37 
Chelsea leikur í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á ný á komandi vetri, þökk sé sigri á Wolves, 2:0, í lokaumferðinni á Stamford Bridge í dag.

Chelsea leikur í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á ný á komandi vetri, þökk sé sigri á Wolves, 2:0, í lokaumferðinni á Stamford Bridge í dag.

Úlfarnir duttu niður í sjöunda sætið og gætu fyrir vikið misst af því að komast í Evrópudeildina en það fer eftir því hvernig bikarúrslitaleikur Arsenal og Chelsea fer, eða þá hvort þeir sjálfir vinni Evrópudeildina 2019-20 í næsta mánuði.

Mason Mount og Olivier Giroud skoruðu mögnuð mörk á lokamínútum fyrri hálfleiks og þar skildi á milli liðanna. Þau má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var sýndur beint á Símanum Sport.

Þættir