Meistararnir enduðu á góðum nótum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 26. júlí | 20:08 
Englandsmeistarar Liverpool luku tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með góðum útisigri á Newcastle, 3:1, og fengu því 99 stig í deildinni, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Englandsmeistarar Liverpool luku tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með góðum útisigri á Newcastle, 3:1, og fengu því 99 stig í deildinni, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Þeir lentu þó undir eftir aðeins 26 sekúndur en náðu að snúa blaðinu við og sigra með mörkum frá Virgil van Dijk, Divock Origi og Sadio Mané. Mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeið en leikurinn var sýndur beint á  Símanum Sport.

Þættir