Skutust upp fyrir Gylfa og félaga (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 26. júlí | 22:50 
Southampton fór upp fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton og upp í ellefta sæti með 3:1-sigri á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Southampton fór upp fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton og upp í ellefta sæti með 3:1-sigri á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Sheffield United fór betur af stað og komst yfir snemma leiks, en Southampton svaraði með þremur mörkum. Danny Ings skoraði þriðja markið og endaði hann sem næstmarkahæstur í deildinni með 22 mörk. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

 

Þættir