Fögnuðu vel og innilega í leikslok (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 26. júlí | 22:50 
Aston Villa slapp við fall úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 1:1-jafntefli við West Ham á útivelli í dag.

Aston Villa slapp við fall úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 1:1-jafntefli við West Ham á útivelli í gær. 

Villa endar með 35 stig, aðeins einu stigi meira en Bournemouth og Watford sem þurftu að bíta í það súra epli að falla úr deildinni. 

Eins og gefur að skilja fögnuðu leikmenn og þjálfarateymi Aston Villa gríðarlega í leikslok, enda liðið í mikilli fallbaráttu allt tímabilið. 

Fögnuðinn má sjá hér fyrir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

Þættir