Bátabíó í Feneyjum

FERÐALÖG  | 31. júlí | 9:57 
Bílabíó hafa verið einstaklega vinsæl víða um heim í heimsfaraldrinum. Í Feneyjum fara menn hins vegar í bátabíó. Flest kvikmyndahús í Feneyjum lokuðu í mars og eru enn lokuð. Það hefur sett bíóþyrsta íbúa eyjunnar í klípu en nú geta þeir hins vegar skellt sér í bátabíó.

Bílabíó hafa verið einstaklega vinsæl víða um heim í heimsfaraldrinum. Í Feneyjum fara menn hins vegar í bátabíó. Flest kvikmyndahús í Feneyjum lokuðu í mars og eru enn lokuð. Það hefur sett bíóþyrsta íbúa eyjunnar í klípu en nú geta þeir hins vegar skellt sér í bátabíó. 

Bæði báta- og bílabíó er hentugur valmöguleiki þar sem auðveldara er að fylgja sóttvarnareglum og forðast smit. 

„Ég fékk þessa hugmynd í útgöngubanninu, þegar það var talað um að menningarlífið myndi taka við sér í fasa tvö. Þá var talað um Feneyjar sem dauða borg. Þá var talað um að menningin væri leið til að lífga borgina við. Ég lagði tvo og tvo saman og hugsaði: af hverju ekki að sýna kvikmyndir fyrir báta og gera bátabíó?“ sagði Nicola Scopelliti, skipuleggjandi bátabíósins, í myndbandinu hér fyrir ofan. 

Þættir