Fjölmiðlar bannaðir á flokksþingi

ERLENT  | 2. ágúst | 10:50 
Fjölmiðlar fá ekki að vera viðstaddir flokksþing Repúblikanaflokksins síðar í mánuðinum þar sem formlega verður tilkynnt um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði frambjóðandi flokksins í komandi forsetakosningum.

Fjölmiðlar fá ekki að vera viðstaddir flokksþing Repúblikanaflokksins síðar í mánuðinum þar sem formlega verður tilkynnt um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði frambjóðandi flokksins í komandi forsetakosningum.

Flokksþingið verður mun smærra í sniðum en til stóð en stutt er síðan Trump neyddist til þess að aflýsa flokksþinginu sem til stóð að halda í Jacksonville í Flórída í júlí. Áður hafði verið hætt við að halda það í Charlotte í Norður-Karólínu. 

Ástæðan fyrir því að fjölmiðlar fá ekki að vera viðstaddir er staðan í heilbrigðismálum og hættuna sem fylgir smiti í fjölmenni segir talsmaður flokksþingsins. Dagskráin verður aftur á  móti í beinni útsendingu á CNN.

 

Þættir