Fyrrverandi Spánarkonungur í útlegð

ERLENT  | 4. ágúst | 10:05 
Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar sem liggur undir grun um spillingu, hefur tilkynnt að hann ætli í útlegð.

Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar sem liggur undir grun um spillingu, hefur tilkynnt að hann ætli í útlegð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá spænsku konungshöllinni.

Spánarkonungur

„Til að geta þjónað almenningi á Spáni, stofnunum landsins og ykkur sem konungur, tilkynni ég ykkur að ég ætla í útlegð frá Spáni,“ sagði hann í bréfi til sonar síns, Filippusar Spánarkonungs.

Jó­hann Karl hef­ur þver­tekið fyr­ir að af­sala sér titli sín­um sem „kon­ung­ur emer­it­us“ eft­ir að upp komst um leynd­ar banka­bæk­ur hans í Sviss. Hann af­salaði sér krún­unni árið 2014 í kjöl­far orðróms um vafa­samt einka­líf hans. Við krún­unni tók son­ur hans Fil­ipp­us.

Jó­hann Karl var á sín­um tíma í mikl­um met­um á Spáni eft­ir að hafa tekið við krún­unni við and­lát ein­ræðis­herr­ans Francos, fyr­ir hans til­stuðlan, en átt lyk­ilþátt í því að gera Spán að lýðræðis­ríki.

Árið 2018 hófu sak­sókn­ar­ar í Sviss rann­sókn á leynd­um auðæfum Jó­hann Karls í Sviss eft­ir fjöl­miðlaum­fjöll­un um 100 millj­óna dala gjöf kon­ungs Sádi-Ar­ab­íu til Spán­ar­kon­ungs árið 2008 en rann­sókn­in snýr að því hvort gjöf­in hafi tengst því að spænsku fyr­ir­tæki var út­hlutað 6,7 millj­arða evra samn­ingi um bygg­ingu hraðlest­ar frá Med­ínu til Mecca í Sádi-Ar­ab­íu. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þættir