Allt lék á reiðiskjálfi

ERLENT  | 4. ágúst | 16:50 
Allt lék á reiðiskjálfi í Beirút, höfuðborg Líbanons, þegar tvær stórar sprengingar urðu í borginni nú fyrir skömmu. Svartur reykjarmökkur steig til himins en eldar loga enn á vettvangi, við höfnina.

Allt lék á reiðiskjálfi í Beirút, höfuðborg Líbanons, þegar tvær stórar sprengingar urðu í borginni nú fyrir skömmu. Svartur reykjarmökkur steig til himins en eldar loga enn á vettvangi, við höfnina.

 

Líbanskir fjölmiðlar greina frá því að sprengingarnar hafi verið svipaðar og öflugir jarðskjálftar.

Fjöldi fólks var fluttur særður á sjúkrahús en ekki er vitað um mannfall né heldur hvað olli sprengingunni.

Frétt mbl.is

Þættir