Lætur ekki bjóða sér hvað sem er

INNLENT  | 5. ágúst | 11:25 
Hinn fjórtán ára gamli Gabríel Warén bjargaði þrastarunga úr gini heimiliskattarins Ronju á dögunum. Ljóst þótti að ekki væri ráðlegt að sleppa unganum aftur þar sem hann yrði auðveld bráð á tveimur jafnfljótum og því tók Gabríel hann að sér. Málið vandaðist þó þegar átti að gefa unganum í gogginn.

Hinn fjórtán ára gamli Gabríel Warén bjargaði þrastarunga úr gini heimiliskattarins Ronju á dögunum. Ljóst þótti að ekki væri ráðlegt að sleppa unganum aftur þar sem hann yrði auðveld bráð einungis á tveimur jafnfljótum og hreiðrið hvergi að sjá.

 

Því tók Gabríel ófleyga ungann að sér. Málið vandaðist þó þegar átti að gefa unganum í gogginn en hann leit ekki við ormunum né pöddunum sem reynt var að koma ofan í hann. Mamma ungans, sem hefur hlotið hefur nafnið Pípí, hafði þó kallað eftir honum við heimilið frá því að hann lenti í gini Ronju. Fjölskyldan brá því á það ráð að leggja Pípí út á á svalirnar þar sem móðir hans gat gefið honum í gogginn. Svona hefur þetta gengið hjá fjölskyldunni í Kópavoginum undanfarna daga.

 

Heimilisfaðirinn Vilhjálmur Warén segir að væntanlega styttist þó í að Pípí taki flugið þar sem hann hefur mundað sig við flugæfingar á svölunum að undanförnu. Í myndskeiðinu að ofan má sjá myndskeið sem fjölskyldan hefur tekið af ferlinu.

Þættir