Sjáðu eftirsóttasta piparsvein landsins taka sitt besta lag

FÓLKIÐ  | 6. ágúst | 15:44 
Ingólfur Þórarinsson eða Ingó veðurguð eins og hann er jafnan kallaður tók lagi sitt, Í kvöld er gigg í sjónvarpsþættinum Heima með Helga.

Ingólfur Þórarinsson eða Ingó veðurguð eins og hann er jafnan kallaður tók lagið sitt, Í kvöld er gigg, í sjónvarpsþættinum Heima með Helga um síðustu helgi. Af Twitter að dæma trylltust landsmenn þegar Ingó tók þetta lag ásamt Helga Björns og Reiðmönnum vindanna enda hefur þetta lag ómað á heimilum landsmanna í samkomubanninu og sumarfríum síðustu vikna. Það er svo sem ekkert skrýtið því lagið keyrir upp stemninguna og tryllir hjörtu fólks. 

https://www.mbl.is/smartland/frettir/2020/08/05/ingo_vedurgud_laus_og_lidugur/

Um leið og þátturinn var búinn fór Ingó út í móa og hélt uppi stuðinu i Brekkusöng í Sjónvarpi Símans. Margir eru á því að sú frammistaða hafi verið mun betri og skemmtilegri en nokkru sinni á Þjóðhátíð. 

Þættir