Hengifoss brýst niður jarðlögin

INNLENT  | 12. ágúst | 17:17 
Hengifoss á Héraði er án vafa eitt glæsilegasta vatnsfall landsins, frá fossbrúninni niður í botn gljúfursins sem hann hefur mótað eru um 128 metrar sem gera hann að þriðja hæsta fossi landsins. Bergið í kring er lagskipt í rauðum tónum þar sem má sjá jarðlög frá elstu eldgosunum sem mótuðu landið.

Hengifoss á Héraði er án vafa einn glæsilegasti foss landsins, frá fossbrúninni niður í botn gljúfursins sem hann hefur mótað eru um 128 metrar sem gera hann að þriðja hæsta fossi á landinu. Bergið í kring er lagskipt í rauðum tónum þar sem má sjá jarðlög frá elstu eldgosunum sem mótuðu landið.

Í myndskeiðinu má sjá þennan einstaka stað frá sjónarhornum sem fæstir geta virt fyrir sér án vængja. 

Frétt af mbl.is

Að Hengifossi er smá spölur frá þjóðveginum en leiðin liggur meðfram Hengifossánni og er sérlega falleg þar sem áin hefur mótað falleg gljúfur í þau steypast niður ár og lækir úr ýmsum áttum.

Uppfært 13. ágúst: Í fyrri útgáfu var talað um vatnsfall í merkingunni foss. Samkvæmt góðfúslegri ábendingu frá Íslenskudeild Háskóla Íslands merkir orðið þó einungis á eða fljót þrátt fyrir að í ensku þýði „waterfall“ foss.  

Frétt af mbl.is

Þættir