Grímuskyldu komið á í Brussel

ERLENT  | 13. ágúst | 7:10 
Skylda er að bera andlitsgrímur á almannafæri í belgísku borginni Brussel og nágrenni frá og með deginum í dag.

Skylda er að bera andlitsgrímur á almannafæri í belgísku borginni Brussel og nágrenni frá og með deginum í dag.

Hvergi í Evrópu hefur kórónuveirufaraldurinn geisað jafn harkalega og í Belgíu miðað við höfðatölu. Frá 11. júlí hefur verið skylda að bera grímur á flestum opinberum stöðum innanhúss en vegna fjölgunar smita að undanförnu hafa reglurnar verið útvíkkaðar og gilda nú um alla opinbera staði í Brussel og nágrenni. Skyldan nær til allra sem eru 12 ára og eldri. 

Samkvæmt héraðsstjórn Brussel-héraðs er gripið til þessa ráðs þar sem skráð smit eru nú 50 á hverja 100 þúsund íbúa á svæðinu. 

Þættir