Kemur niður á félagslega þættinum

INNLENT  | 13. ágúst | 16:57 
Helstu áhyggjur forseta Stúdentaráðs HÍ vegna komandi annar snúa að félagslegu hliðinni þar sem fyrstu skóladagarnir séu miklvægir fyrir nýnema. „Þarna eru þeir að mynd þessi félagslegu tengsl við kennara og samnemendur og það er kannski eitthvað sem þau munu ekki upplifa í ár.“

Helstu áhyggjur forseta Stúdentaráðs HÍ vegna komandi annar snúa að félagslegu hliðinni þar sem fyrstu skóladagarnir séu miklvægir fyrir nýnema. „Þarna eru þeir að mynd þessi félagslegu tengsl við kennara og samnemendur og það er kannski eitthvað sem þau munu ekki upplifa í ár,“ segir Isabel Alejandra Diaz sem nú gegnir stöðunni.

Heilt yfir hafi gengið vel að takast á við afleiðngar faraldursins innan skólans á fyrra hluta árs en framundan sé tími þar sem verið sé að taka á móti nýjum nemendum og ofan á það bætist að í ár sé aðsókn að skólanum mikil. Hún sér ekki fram á að Nýnemadagar verði með hefðbundnu sniði sem muni koma illa niður á því hvernig tengsl nýir nemendur nái að mynda.

Hinsvegar sé að mörgu leyti jákvætt að námið verði skipulagt þannig að það sé rafrænt. Eftir því hafi verið kallað lengi að fá alla fyrirlestra á netið.

Frétt af mbl.is

Þættir