Hverfa og heyrist aldrei frá þeim aftur

INNLENT  | 15. september | 15:30 
„Þetta er mjög þreytandi. Það er fólk sem maður kynnist, maður vingast [við] og svo bara hverfa þau eina nótt og maður heyrir bara aldrei frá þeim aftur,“ sagði Jónatan Victor, einn af þeim sem mættu á mótmæli fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag vegna fyrirhugaðrar brottvísunar egypskrar fjölskyldu.

„Þetta er mjög þreytandi. Það er fólk sem maður kynnist, maður vingast [við] og svo bara hverfa þau eina nótt og maður heyrir bara aldrei frá þeim aftur,“ sagði Jónatan Victor, einn af þeim sem mættu á mótmæli fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag vegna fyrirhugaðrar brottvísunar egypskrar fjölskyldu. 

Jónatan sagðist hafa lent í því nokkuð oft að fólk á flótta sem hann hefði kynnst hefði verið sent úr landi. 

Frétt af mbl.is

mbl.is ræddi við mótmælendur á staðnum. 

Íris Pauls var á meðal mótmælenda. „Það er verið að brjóta á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það eru börn og mér finnst ótrúlegt að það sé verið að senda þau úr landi,“ sagði hún. 

Hans Hansen mótmælandi telur brottvísunina siðferðislega ranga. „Ef maður segir ekki neitt þá er maður alveg jafn sekur og fólkið sem er að framkvæma verknaðinn.“

Þættir