„Búðu til pláss í hjartanu þínu!“

INNLENT  | 16. september | 10:16 
„Búðu til pláss í hjartanu þínu!“ þrumaði söngkonan Magga Stína á mótmælunum á Austurvelli í gær. Skilaboðin sem þar heyrðust voru af ýmsum toga. Kallað var eftir mennsku frá ráðherra og þá var áhrifamikið þegar hópurinn, sem taldi einhver hundruð, söng „Sofðu unga ástin mín“.

„Búðu til pláss í hjartanu þínu!“ þrumaði söngkonan Magga Stína á mótmælunum á Austurvelli í gær þegar hún flutti ljóð Braga Valdimars Skúlasonar sem hann orti vegna fyrirhugaðrar brottvísunar Kehdr-fjöl­skyld­unn­ar frá Egyptalandi.

Skilaboðin sem heyrðust á Austurvelli voru af ýmsum toga. Kallað var eftir mennsku frá ráðherra og þá var áhrifamikið þegar hópurinn, sem taldi einhver hundruð, söng „Sofðu unga ástin mín“. 

mbl.is var á staðnum og í myndskeiðinu má fá tilfinningu fyrir andrúmsloftinu á Austurvelli í gær. 

Flytja átti fjölskylduna af landi brott snemma í morgun en nýjustu fregnir herma að það hafi ekki tekist.

Frétt af mbl.is

 

 

Þættir