Áhyggjur af óvissu um uppruna

INNLENT  | 16. september | 15:35 
Það sem veldur helst áhyggjum í tengslum við þann fjölda smita Covid-19 sem greindist í gær er hversu margir þeirra sem smituðust vita ekki hvaðan smitin koma. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, mikil vinna fer fram í dag við að rekja ferðir þeirra sem greindust.

Það sem veldur helst áhyggjum í tengslum við þann fjölda smita Covid-19 sem greindist í gær er hversu margir þeirra sem smituðust vita ekki hvaðan smitin koma. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, mikil vinna fer fram í dag við að rekja ferðir þeirra sem greindust og í kjölfarið er haft samband við fólk sem þarf að fara í sóttkví. Heildartölur í því samhengi er væntanlegar í kvöld.

Tilkynningarhnappurinn á covid.is hefur gefið góða raun að sögn Víðis. „Öll okkar vinna í kringum tilkynningarnar verður markvissari. Það er að segja að við erum að skrá þetta betur og þetta fær formlegra ferli. Þannig að við getum klárað málin hratt og örugglega.“

Í myndskeiðinu er rætt við Víði í tilefni af þeim fjölda Covid-19-smita sem greindust í gær.

Frétt af mbl.is 

Þættir