Næstu dagar skera úr um losanir

INNLENT  | 16. september | 15:37 
Næstu dagar skera úr um hvort losað verði um í samkomutakmörkunum eins og hafði verið gert ráð fyrir í byrjun október að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég vildi að við gætum gefið eitthvað lengra plan, en það er bara ekki hægt vegna þess að veiran er óútreiknanleg.“

Næstu dagar skera úr um hvort losað verði um í samkomutakmörkunum eins og hafði verið gert ráð fyrir að gera í byrjun október að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég vildi að við gætum gefið eitthvað lengra plan, en það er bara ekki hægt vegna þess að veiran er óútreiknanleg,“ sagði hann í samtali við mbl.is rétt eftir hádegi.

Í myndskeiðinu má sjá viðtalið sem var tekið í Turninum í Borgartúni.

Hann segir tölurnar vissulega vonbrigði en verra sé að sjá hversu fáir, af þeim þrettán, sem greindust smitaðir í gær, hafi verið í sóttkví. Von er á tölum um hversu margir þurfa að fara í sóttkví vegna smita gærdagsins í kvöld.

 

Þættir