Gylfi mun blómstra (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 21. september | 8:16 
Freyr Alexandersson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Tóm­as Þór Þórðar­son ræddu um Gylfa Þór Sigurðsson í Vellinum á Símanum sport í gærkvöld. Gylfi kom inn á sem varamaður í 4:2-sigri Everton á WBA í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Freyr Alexandersson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Tóm­as Þór Þórðar­son ræddu um Gylfa Þór Sigurðsson í Vellinum á Símanum sport í gærkvöld. Gylfi kom inn á sem varamaður í 4:2-sigri Everton á WBA í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Everton keypti nokkra miðjumenn í sumar og hefur Gylfi byrjað á varamannabekk liðsins í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins til þessa. Freyr, sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur litlar áhyggjur af Gylfa. 

„Gylfi á eftir að spila fullt af leikjum og byrja fullt af leikjum. Hann mun blómstra,“ sagði Freyr m.a. um Gylfa. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. 

Þættir