Mörkin: Leicester fer vel af stað (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 21. september | 16:45 
Leicester City trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir tvo fyrstu leikina og hefur nú skorað sjö mörk.

Leicester City trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir tvo fyrstu leikina og hefur nú skorað sjö mörk.

Fjögur þeirra komu í síðasta leik gærdagsins þegar Leicester vann Burnley 4:2 á King Power leikvanginum en liðið skoraði þrjú mörk gegn WBA í fyrstu umferðinni.

Nýsjálendingurinn Chris Wood kom Burnley yfir, Harvey Barnes jafnaði og Leicester komst yfir með sjálfsmarki. James Justin kom Leicester í 3:1, Jimmy Dunne minnkaði muninn fyrir Burnley áður en Dennis Praet innsiglaði sigur heimaliðsins.

Mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir