Mikið af veggjakroti í Skúlagötu

INNLENT  | 13. október | 17:11 
Margir hafa furðað sig á því að veggjakrot með spurningu, um hvar nýja stjórnarskráin sé, hafi verið fjarlægt af vegg í Skúlagötu. Mikið af veggjakroti er á svæðinu sem fær að standa þrátt fyrir að spurningin hafi verið fjarlægð í gær.

Margir hafa furðað sig á því að veggjakrot með spurningu, um hvar nýja stjórnarskráin sé, hafi verið fjarlægt af vegg í Skúlagötu. Mikið af veggjakroti er á svæðinu sem fær að standa þrátt fyrir að spurningin hafi verið fjarlægð í gær.

„Ég held að mörg­um hafi liðið eins og að þetta væri það eina sem ekki má segja,“ sagði Katrín Odds­dótt­ir, formaður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins, um þrif veggjarins í samtali við mbl.is fyrr í dag og vísaði til þess að spurningin hafi einungis fengið að standa í tæpa tvo sólarhringa á meðan mikið af veggjakroti sé á svæðinu. 

 

Nú er unnið að sambærilegu veggjakroti og því sem var þrifið á öðrum vegg í Skúlagötu. Í því er einnig spurt um það hvar nýja stjórnarskráin sé.

Frétt af mbl.is

Í myndskeiðinu má sjá það veggjakrot sem er að finna á sama reit í Skúlagötu þar sem spurningin um nýju stjórnarskrána var þrifin í burt. Ekki verður annað sagt en að það sé rétt metið að mikið sé af öðru veggjakroti á svæðinu.

 

 

Þættir