Mörkin: United raðaði inn mörkum í lokin

ÍÞRÓTTIR  | 17. október | 21:34 
Manchester United vann í kvöld sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni er liðið heimsótti Newcastle. Urðu lokatölur á St James' Park 4:1.

Manchester United vann í kvöld sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni er liðið heimsótti Newcastle. Urðu lokatölur á St James' Park 4:1. 

Var um sannkallaða martraðarbyrjun hjá Manchester United að ræða þar sem Luke Shaw skoraði sjálfsmark eftir aðeins tveggja mínútna leik. 

United var mun betri aðilinn það sem eftir lifði leiks og var sigurinn verðskuldaður. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir