Markið: Skaut Villa upp í annað sætið

ÍÞRÓTTIR  | 18. október | 21:09 
Ast­on Villa er í öðru sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir 1:0-útisig­ur á Leicester í kvöld. Ross Barkley lánsmaður frá Chel­sea skoraði sig­ur­markið með skoti af löngu færi í upp­bót­ar­tíma.

Ast­on Villa er í öðru sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir 1:0-útisig­ur á Leicester í kvöld. Ross Barkley lánsmaður frá Chel­sea skoraði sig­ur­markið með skoti af löngu færi í upp­bót­ar­tíma.

Var staðan eft­ir jafn­an fyrri hálfleik marka­laus og lítið um færi. Leik­ur­inn lifnaði aðeins við í seinni hálfleik og virt­ist Leicester lík­legra liðið til að skora sig­ur­markið. Það kom hins veg­ar hinum meg­in þegar Barkley skoraði með hnit­miðuðu skoti eft­ir send­ingu Josh McG­inn. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

 

Þættir