Eiður: Tottenham ekki klárt í algjöra toppbaráttu

ÍÞRÓTTIR  | 18. október | 21:41 
Tottenham og West Ham gerðu ótrúlegt 3:3-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Komst Tottenham í 3:0 snemma leiks en West Ham neitaði að gefast upp og tryggði sér stig með þremur mörkum á lokakaflanum.

Tottenham og West Ham gerðu ótrúlegt 3:3-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Komst Tottenham í 3:0 snemma leiks en West Ham neitaði að gefast upp og tryggði sér stig með þremur mörkum á lokakaflanum. 

Eiður Smári Guðjonsen og Gylfi Einarsson ræddu leikinn við Tómas Þór Þórðarson í Vellinum á Símanum sport. Var búinn til sérstakur dagskrárliður tileinkaður jöfnunarmarki Manuels Lanzinis, sem var stórglæsilegt. 

Í kjölfarið ræddu þeir um Harry Kane og Son Heung-min og þeirra samvinnu, en Eiður segir Tottenham ekki tilbúið í að berjast um enska meistaratitilinn.

Þættir