Mörkin létu á sér standa (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 19. október | 19:33 
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsóttu WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á The Hawthorns í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsóttu WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á The Hawthorns í dag.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Jóhanni Berg var skipt af velli á 69. mínútu fyrir Robert Brady.

Þetta var fyrsta markalausa jafntefli deildarinnar á tímabilinu en liðin hafa verið dugleg að skora í fyrstu leikjum tímabilsins. 

Burnley er með eitt stig í átjánda sæti deildarinnar á meðan WBA er í sautjánda sætinu með tvö stig.

Leikur WBA og Burnley var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir