Sigurmark í ljótari kantinum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 19. október | 20:59 
Raúl Jiménez skoraði sigurmark Wolves þegar liðið heimsótti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Elland Road í Leeds í kvöld.

Raúl Jiménez skoraði sigurmark Wolves þegar liðið heimsótti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Elland Road í Leeds í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Wolves en Jiménez lét vaða rétt utan teigs og fór skotið af Kalvin Phillips, miðjumanni Leeds, og í netið.

Þetta var þriðji sigur Wolves á tímabilinu en liðið er með 9 stig í sjötta sæti deildarinnar en nýliðar Leeds eru í tíunda sætinu með 7 stig.

Leikur Leeds og Wolves var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir