United með tak á Chelsea (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 21. október | 23:09 
Manchester United tekur á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester á laugardaginn kemur.

Manchester United tekur á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester á laugardaginn kemur.

Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United voru með hreðjartak á  Chelsea á síðustu leiktíð og unnu 4:0-stórsigur þegar liðin mættust á Old Trafford.

Þá vann United 2:0-sigur gegn Chelsea á Stamford Bridge í London en Frank Lampard, stjóri Chelsea, bíður ennþá eftir sínum fyrsta sigri gegn United sem knattspyrnustjóri.

Leikur Manchester United og Chelsea verður sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir