Ince við Eið og Tómas: Chelsea og United í titilbaráttu

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 16:40 
Paul Ince fyrrverandi leikmaður Liverpool og Manchester United ræddi við Eið Smára Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarson fyrir stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Paul Ince fyrrverandi leikmaður Liverpool og Manchester United ræddi við Eið Smára Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarson fyrir stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 

Ince segir Paul Pogba eflaust hundfúlan með að vera ekki í byrjunarliði United. „Það hefur gefið þeim mikið sjálfstraust að vinna Newcastle og PSG eftir óstöðuga byrjun. Pogba hlýtur að spyrja sig hvers vegna hann er ekki í liðinu, með fullri virðingu fyrir McTominay og Fred.“

Þá segir Ince að bæði lið eigi möguleika á að berjast um Englandsmeistaratitilinn. „Þetta er öðruvísi tímabil núna vegna áhorfendaleysisins og Liverpool verður án van Dijk út tímabilið. Þessi lið ættu að berjast um titilinn. Miðað við hvernig City og Liverpool eru að spila eiga bæði þessi lið mikinn möguleika á að berjast um titilinn,“ sagði Ince. 

Samtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir