Eiður: Aldrei víti og aldrei brot

ÍÞRÓTTIR  | 25. október | 22:44 
Liverpool vann 2:1-sigur gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool um helgina.

Liverpool vann 2:1-sigur gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool um helgina.

Sheffield United komst yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 13. mínútu en stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir með vítaspyrnudóminn.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska Boltans á Síminn Sport, fór yfir leikinn ásamt þeim Bjarna Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport í kvöld.

„Það gefur augaleið að Fabinho spilar boltanum,“ sagði Eiður í Vellinum.

„Fyrir mér var þetta hvorki vítaspyrna né brot þegar maður sér þetta svona,“ bætti Eiður Smári við.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en leikur Liverpool og Sheffield United var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir