Mótmælendur trufla messur

ERLENT  | 27. október | 5:57 
Mótmælendur í Póllandi hafa truflað messur og aðrar kirkjuathafnir um allt land til að sýna óánægju með dómsniðurstöðu sem bannar þungunarrof.

Mótmælendur í Póllandi hafa truflað messur og aðrar kirkjuathafnir um allt land til að sýna óánægju með dómsniðurstöðu sem bannar þungunarrof.

Stjórnlagadómstóll Póllands dæmdi í síðustu viku að þungunarrof væru brot á stjórnarskrá landsins, nema í örfáum undantekningartilfellum. Því væru þungunarrof vegna fósturgalla ekki leyfileg, en um 98% allra þungunarrofa í landinu eru framkvæmd á þeim grundvelli.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/10/22/domstolar_banna_thungunarrof/

Andstæðingar niðurstöðunnar héldu setumótmæli í kirkjum víðs vegar um landið, með tilheyrandi truflunum. Mótmæli af þessu tagi eru talin mjög óvenjuleg í hinu mestmegnis kaþólska Póllandi, sem er talið eitt strangtrúaðasta land Evrópu. Sumir mótmælenda kölluðu jafnvel eftir aðskilnaði ríkis og kirkju, þar sem kaþólska kirkjan hefði of mikil áhrif á stjórnmál í landinu.

Gærdagurinn var sá fjórði í röð þar sem mótmælt var, og söfnuðust sums staðar þúsundir manna saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar.

Frétt BBC um málið.

Þættir